Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að TARGET 2 - 563 svör fundust
Niðurstöður

Evrópuráðið

Evrópuráðið (Council of Europe) var stofnað í Strassborg árið 1949 til þess að stuðla að friði og verja og efla mannréttindi, lýðræði, réttarríkið og evrópska samkennd. Eitt meginmarkmið Evrópuráðsins var að búa til vettvang þar sem leitað yrði virkra úrræða til þess að samræma stefnur og aðgerðir aðildarríkjanna ...

Samstarfsvettvangur ESB og nágrannaríkja þess í austri

Samstarfsvettvangur Evrópusambandsins og nágrannaríkja þess í austri (e. Eastern Partnership) var stofnaður á fundi leiðtoga ESB og sex nágrannaríkja þess í Austur-Evrópu og Suður-Kákasus í Prag árið 2009. Samstarfinu er ætlað að efla efnahagslegt og stjórnmálalegt samband ESB og samstarfsríkjanna; Armeníu, Aserba...

Hefur ríki verið neitað um inngöngu í ESB? - Myndband

Já, Bretlandi var í tvígang neitað um inngöngu í Evrópusambandið áður en landið fékk aðild árið 1973. Bretar höfðu ekki sýnt því áhuga að taka þátt í Evrópusamstarfinu þegar því var komið á fót en snérist seinna hugur og sóttu um aðild árið 1962. Þáverandi Frakklandsforseti, Charles De Gaulle, beitti neitunarvaldi...

Hvað breytist varðandi réttindi á vinnumarkaði með inngöngu í ESB?

Regluverk Evrópusambandsins sem snýr að réttindum á vinnumarkaði byggist á grundvallarreglunni um frjálsa för launþega og samvinnu aðildarríkjanna í félags- og atvinnumálum. Þær reglur sem gilda um frjálsa för launafólks hafa þegar verið innleiddar í íslenska löggjöf á grundvelli EES-samningsins. Jafnframt hefur m...

Hvað gerir eftirlitsstofnun EFTA? - Myndband

Eftirlitsstofnun EFTA hefur eftirlit með framkvæmd og beitingu EES-samningsins af hálfu EFTA/EES-ríkjanna, Íslands, Liechtenstein og Noregs. Eftirlitið snýr bæði að því hvernig EES-reglur eru innleiddar í landsrétt ríkjanna og hvernig þeim er framfylgt af stjórnvöldum. Stofnuninni er þar að auki ætlað að fylgjast ...

Leiðtogaráðið

Leiðtogaráð Evrópusambandsins (e. European Council) ákveður almenn pólitísk stefnumið og forgangsatriði sambandsins og er ætlað að vera drifkraftur í þróun þess. Það skilgreinir markmið Evrópusambandsins til meðallangs og langs tíma og tekur á málefnum sem snúa að almennri þróun ESB, sáttmálum og stofnunum samband...

Fastanefnd EFTA

Fastanefnd EFTA (e. Standing Committee of the EFTA States) er skipuð sendiherrum EFTA/EES-ríkjanna og er vettvangur pólitískrar umræðu þeirra á milli. Nefndin starfar á grundvelli sérstaks samnings milli EFTA-ríkjanna, en helsta hlutverk hennar er að samræma afstöðu EFTA/EES-ríkjanna gagnvart Evrópusambandinu fyri...

Stenst það 65. gr. stjórnarskrárinnar að sum fyrirtæki fái skattaafslátt umfram önnur?

65. gr. Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands er svohljóðandi: Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna. Þe...

Hvers vegna þarf að framkvæma nákvæma leit á flugfarþegum eftir að þeir eru komnir til Íslands frá Bandaríkjunum?

Um tíma var framkvæmd svonefnd nákvæm leit á flugfarþegum sem komu frá Bandaríkjunum til Íslands en svo er ekki lengur. Ástæðan er sú að Bandaríkin komu til móts við kröfur Evrópusambandsins í þessum efnum. Farþegar frá öðrum löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins, eins og Kanada, Rússlandi og Tyrklandi þurfa hins...

Er rétt að Skotar hefðu þurft að taka upp evru ef þeir hefðu kosið sjálfstæði?

Ef Skotar hefðu kosið sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór 18. september 2014 hefðu komið upp fordæmislausar aðstæður bæði í Bretlandi og í Evrópusambandinu. Engin núgildandi bresk lög eða evrópskar reglur hefðu getað leyst úr öllum þeim úrlausnarefnum sem slík niðurstaða hefði haft í för með sér. Í hön...

EFTA-dómstóllinn

Dómstóll Fríverslunarsamtaka Evrópu (European Free Trade Association, EFTA), oftast nefndur EFTA-dómstóllinn, hefur lögsögu yfir EFTA-ríkjum sem eiga aðild að EES-samningnum, Íslandi, Liechtenstein og Noregi. Hlutverk EFTA-dómstólsins er fyrst og fremst að tryggja samræmda túlkun og beitingu EES-samningsins og þei...

Evrópski lögregluskólinn

Evrópska lögregluskólanum (fr. Collège européen de police, CEPOL) var komið á fót árið 2000 með ákvörðun ráðsins (nr. 2000/820/JHA) og hafði aðsetur tímabundið í Kaupmannahöfn í Danmörku. Árið 2005 var ákveðið að gera evrópska lögregluskólann eina af sérstofnunum Evrópusambandsins með ákvörðun ráðsins (nr. 2005/68...

Yrðu veiðar á lóu og spóa leyfðar hér á landi í kjölfar inngöngu í ESB? - Myndband

Nei, veiðar á lóu og spóa yrðu ekki sjálfkrafa leyfðar þótt Ísland yrði aðili að ESB. Báðar tegundirnar eru á lista yfir þær tegundir sem aðildarríkjunum er heimilt að leyfa veiðar á og eru taldar upp í viðauka við svonefnda fuglatilskipun. Aðildarríkjunum er ætíð heimilt að kveða á um strangari verndarákvæði en t...

Hver yrðu áhrif inngöngu Íslands í ESB á verðbólgu?

Áhrifin á verðbólgu af inngöngu í Evrópusambandið eru líklegast hverfandi. Áhugaverða spurningin í því sambandi er hins vegar hvort upptaka evru mundi hafa áhrif. Í sjálfu sér er óvíst hvort evran sem slík hefði beinlínis áhrif en ljóst er að svonefnd Maastricht-skilyrði sem uppfylla verður til að hægt sé að taka ...

Er hægt að meta áhrif upptöku evru á hagvöxt á Íslandi?

Já, það er hægt og hefur verið gert fyrir önnur lönd. Í mjög stuttu og almennu máli sýndu þær rannsóknir að evran sjálf virtist hafa takmörkuð eða hverfandi áhrif á hagvöxt. Það virðist sem megináhrifin séu í því falin að vera hluti sameiginlega markaðarins. *** Það hafa verið gerðar margar tilraunir til þes...

Leita aftur: